Va! Eg er buin ad vera i Frakklandi i thrjar vikur! Timinn lidur hratt...en samt ekki.
Eg er buin ad vera busy busy busy tho eg skilji ekkert i heimavinnunni(veit reyndar oft ekki ad thad se heimavinna af thvi ad eg skil ekki kennarana og their skrifa eiginlega ekkert a tofluna...).
Eg skipti um bekk i skolanum og er nuna a odru ari(prémiere) a bokmenntabraut! Thad eru 23 stelpur og 3 strakar i bekknum minum! Rosa jafnt eda thannig. Eg er buin ad vingast vid 6 stelpur i bekknum, Amandine, Ludivine, Alice, Lola, Rachel og Léa og skolinn er bara agaetur. Eg er i fronsku, fronskum bokmenntum, ensku, enskum bokmenntum, staerdfraedi, sogu&landfraedi og pinu liffraedi og efnafraedi. Franskar bokmenntir og franska er of erfitt(erum ad greina ljod og lesa texta a eldgamalli fronsku!), eg skil staerdfraedi agaetlega(jeij!) og enska og enskar bokmenntir eru agaetir timar en pinu lett. Kennararnir i ensku og ensku bokmenntum tala lika mikid a fronsku og thurfa ad endurtaka fyrir mig a ensku sem er ekki edlilegt! En bekkurinn skilur ekki hvad kennarinn er ad segja svo hann gefst bara upp og talar fronsku. Eg sem helt eg gaeti alla vegana skilid allt i enskutima...:/Eina sem er ekkert svakalega skemmtilegt eftir bekkjarskiptin eru timarnir i fronskum bokmenntum milli 8 og 10 a laugardagsmorgnum, ugh!
Eg byrjadi i tennis i sidustu viku og thad er bara mjog fint. Eg aetladi ad reyna ad finna dans eda balletttima en mig langadi ad breyta til og gera eitthvad annad skemmtilegt. Eg profadi lika blak en eg var ekki alveg ad fila thad. I naestu viku aetla eg ad profa badminton og eg vona ad thad verdi gaman, er med 3 tima eydu i hadeginu a fimmtudogum og mig langar ad finna mer eitthvad ad gera tha. :)
Eftir skola a fostudogum er eg svo heppin ad eg fer i fronskutima hja Heléne Pointu sem er sjalfbodalidi hja AFS og fronskukennari a eftirlaunum og hun hjalpar mer med framburd og stafsetningu og svona. Thad er ekki bara haegt ad laera fronsku med thvi ad tala. :)
Sidusta laugardag for eg med Lousion og pabba hennar a eitthvern urslitaleik i korfubolta karla i Bourges en hvorugt lidid var fra Bourges svo eg og Louison heldum bara med lidinu sem vann. :P Vid aetlum ad fara aftur a korfuboltaleik bradum en tha med kvennalidi Bourges sem eru ekki bara Frakklandsmeistarar heldur Evropumeistarar! :)
A sunnudag for eg a markad nidri bae med allskonar mat og doti og skodadi domkirkjuna i Bourges sem er rosa falleg. Eg for lika upp a toppinn(labbadi upp 400 troppur i litlum hlidarturni thank you very much!) og thad var svaka flott utsyni yfir Bourges og nagrenni.
Eg er buin ad taka svolitid af myndum og eg reyndi ad setja thaer inn a bloggid en thad hefur ekki virkad hingad til, eg reyni ad finna eitthverja lausn a thvi, by kannski til myndaheimasidu ef ekkert gengur her. ;)
Thad er soldid kalt herna a morgnana thegar eg tek straeto i skolann en thad er annars bara fint vedur flesta daga, i dag var ekki sky a himni og eg var uti i stuttermabol og vinkonur minar i bekknum voru hissa ad thetta vaeri eins og godur sumardagur a Islandi ekki venjulegur septemberdagur. :P
Eg er ad venjast Frakklandi, matnum, skolanum og menningunni...meira ad segja lagid sem eg elska i augnablikinu og er med a heilanum er a fronsku ;) : http://www.youtube.com/watch?v=NiHWwKC8WjU
A laugardaginn eydi eg deginum i Tours med ollum hinum skiptinemunum i Centre, held vid seum 17, og eg hlakka soldid til ad heyra hvernig hinum gengur. :)
Frodleiksmoli fyrir ahugasama...
¤ eg er sirka 10 minutur ad labba a McDonalds fra husinu minu.
¤ eg er ekki buin ad borda McDonalds sidan eg kom og mun ekki fa mer...kannski
¤ thad er mikid meiri virding fyrir kennaranum og vinnufridurinn i timum er aedi
¤ eg held ad enginn nemandi i skolanum eigi ekki kort i motuneytid...aaallir borda i skolamotuneytinu
¤ a minu heimili er bordad sirka eitt heilt baguette a dag...ekki slaemt :)
¤ bilar stoppa aldrei fyrir folki a gangbrautum og i stadinn tekur folk aldrei tillit til gongukarlanna, labbar bara yfir thegar thad er enginn bill eda bilarnir eru stopp
¤ allt er dubbad eda thytt...sjonvarpid, tolvan, matvaelaumbudir, snyrtivoruumbudir
¤ for i Cultura um daginn sem er risastor bud med bokum, geisladiskum, myndum, leikjum, simum og svona og aaallt var a fronsku, tvaer litlar hillur, ekki heilar hillur heldur hlutar ur hillu, ut i horni med bokum a ensku allt hitt a fronsku...eg er ekki ad kvarta, fint fyrir mig upp a ad laera fronsku, bara fyndid :P
¤ a sunnudogum eru allar budir lokadar, enginn straeto og allir bara heima ad gera heimavinnuna eda horfa a sjonvarpid eda eitthvad...allt frekar dautt
Aetla ekki ad hafa thetta mikid lengra i bili,
À bientôt,
Dòra
en hvað það er gaman hjá þér! leitt að skilja ekkert í skólanum samt :S
ReplyDeletehvernig geturðu ekki verið búin að fara á McDonalds?? ó mæ gad ég væri þar alltaf!
taktu endilega margar myndir!!
kv. Sunneva
Gaman að heyra frá þér. Gott að þú hefur nóg að gera því þá líður tíminn hraðar og vertu viss að þú verður komin heim áður en þú veist af.
ReplyDeleteNous vous aimons mon cheri !
Grand-parents a la Fiskó
ps. Gömul Versló franska.
Gaman að heyra í þér Dóra :)
ReplyDeleteÉg skil þig vel Mc Donalds er ekki matur. Og hér er smá sannleiksmoli um Mc Donalds
ReplyDeletehttp://lukepraterswordsalad.com/wp-content/uploads/2011/02/im-lovin-it-fat-ronald-cartoon.jpg
Djöf.... SNILLINGUUUURRRRR
ReplyDeleteGlæsilegt hjá þér og gaman að heyra frá hvað þú ert jákvæð og tekur þessu öllu með jafnaðargeði og ert opin fyrir nýjungum. Miðað við lýsinguna þá eru sunnudagarnir bara eins og föstudagurinn langi var á Íslandi fyrir 30 árum. Vorum í Reykjafoldinni í afmæli hjá Tomma um daginn og það vantaði þig mikið á staðinn, svo þá var bara mikið rætt um þig og hvað þú ert dugleg. Veitingarnar voru ekki af verri endanum eins og venjulega hjá ykkur. Skógarásinn fylgist með þér og styður þig heilshugar.
Faites-en une tante beau défi (Google translate)
Hæ Dóra mín gaman að lesa það sem er að gerast hjá þér. Þú ert alveg ótrúleg, við vissum það alltaf. Lang flotturst. Við Danni vorum að koma heim frá frakklandi. Vorum í hjóla fer með matarklubbnum vorum 5 hjón. Þá komst þú ástarenglill oft upp í hugan minn. Við vorum að segja öllum hvað þú ert dugleg og flott stelpa.
ReplyDeleteKnús og love allir í Akró
Hugsa til þín elskan og fylgist með blogginu.Sendum áfram góða strauma. Gangi þér vel Dóra mín.
ReplyDeleteKveðja úr Hvassaleitinu
Heddý og Bjarni
Hæ frænka, ég var ekki nema í 11 km. fjarlægð frá þér á miðvkudaginn. Var á leið frá Kaupmannahöfn til Lissabon og flaug beint yfir Bourges, var þá í 38.000 feta eða 11.000 metra hæð. Þú hefur vonandi fundið fyrir fræanda þínum fyrir ofan þig á miðvikudaginn um kl. 16:00. Líf og fjör elskan.
ReplyDelete