About Me

My photo
Bourges, Centre, France
Eg heiti Dóra Björg Arnadottir, er 17 ára, er úr Grafarvoginum og er í Verzlunarskóla Islands. 2. september 2011 - 8. juli 2012 laet eg drauminn minn raetast og verd skiptinemi í Frakklandi.

Thursday, September 1, 2011

Síðasti dagurinn á Íslandi...í bili (-1)

Jæææja nú fer bara að koma að þessu!!! Voðalega blendnar tilfinningar gagnvart þessu öllu saman, á eftir að sakna allra ótrúlega mikið en er samt ótrúlega spennt að fara út! Síðustu daga er ég búin að gera heilmikið til að undirbúa ferðina, m.a. fara tvisvar til tannlæknis, fara í passamyndatöku, fá nýtt kort og fara í permanent. Í morgun var ferðafundur fyrir okkur 8 sem erum að fara á morgun til Frakklands og ég fékk AFS bol til að vera þekkjanleg á flugvellinum og ég fékk flugmiðann og svona. Ég fékk líka smá meiri upplýsingar um fjölskylduna mína en þar komst ég að því að mamma mín og pabbi úti eru skilin og að systur mínar skiptast á að búa hjá þeim í viku í einu! Ekki beint upplýsingar sem að maður vill fá daginn áður en maður fer! En ég og mamma töluðum við Lindu og hún er að tala við AFS úti þannig að ég fái að vita hvernig þetta verður allt saman úti í sambandi við þetta. Núna er ég bara að vinna í því að pakka og sjá til þess að ég sé komin með allt og að þetta sé ekki bara allt að verða tilbúið hjá mér. Ég er alveg með hnút í maganum og trúi því ekki að á þessum tíma á morgun verð ég í París! Og á þessum tíma eftir viku verð ég komin til fjölskyldunnar og byrjuð í skólanum! Gæti ekki verið spenntari!Næ örugglega ekki að blogga mikið næstu daga þar sem að ég skil tölvuna eftir heima en reyni að blogga sem fyrst!

À bientôt,
Dóra

No comments:

Post a Comment