Ég heiti Dóra Björg og er að fara til Frakklands sem skiptinemi í 10 mánuði, 2.september 2011-9.júlí 2012. Á þetta blogg mun ég blogga til þess að segja frá dvölinni og ætla að reyna að vera rosalega dugleg að blogga.
Ég er semsagt að fara eftir 6 daga og ætlaði að blogga aðeins áður en ég færi.
Ég fékk fjölskyldu fyrir 3 dögum og ég var mjög ánægð með það! Ég mun vera í miðju Frakklandi í úthverfi borgarinnar Bourges í héraðinu Centre. Það litla sem ég veit um fjölskylduna mína er að mamman heitir Cécile Dupeux, pabbinn heitir Michel Yvernault og að ég á þrjár systur. Elsta systirin er 19 ára og heitir Pauline, næsta heitir Estelle og er 16 ára og yngsta stelpan heitir Alice og er 10 ára. Ég er alveg ótrúlega spennt að fara út og bara vera í Frakklandi og læra frönsku!!!
Það er nú nokkuð mikið sem þarf að gera áður en ég fer...kaupa allskonar hluti og stússast. En þetta er allt að koma.
Ég á eftir að sakna allra rooosalega mikið en þetta verður svakalega góð og skemmtileg reynsla.
Ohh...ég er svo speeennt!!!
En ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili.
À bientôt,
Dóra